Penninn á lofti í Vesturbænum

Stefán Árni Geirsson hefur skrifað undir nýjan samning við KR.
Stefán Árni Geirsson hefur skrifað undir nýjan samning við KR. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Knattspyrnumaðurinn Stefán Árni Geirsson hefur framlengt samning sinn við KR til næstu tveggja ára.

Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag en Stefán Árni, sem er 22 ára gamall, er uppalinn hjá félaginu.

Alls á hann að baki 52 leiki í efstu deild með KR þar sem hann hefur skorað sex mörk. Þá á hann að baki 14 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.

Stefán Árni hefur ekkert leikið með Vesturbæingum í Bestu deildinni það sem af er tímabili vegna meiðsla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert