KA sótti þrjú stig í Kórinn

Atli Arnarson, leikmaður HK með boltann í leiknum. Sveinn Margeir …
Atli Arnarson, leikmaður HK með boltann í leiknum. Sveinn Margeir Hauksson eltir. mbl.is/Óttar Geirsson

KA vann öfl­ug­an útisig­ur á HK, 2:1, í Kórn­um í Bestu deild karla í knatt­spyrnu í dag.

Heima­menn í HK voru sterk­ari aðil­inn í fyrri hálfleik og virt­ust hrein­lega hlaupa gest­ina í kaf fyrsta hálf­tíma leiks­ins eða svo. Pressa HK-inga var góð og KA-liðið var í mikl­um vand­ræðum með að ná upp spili, bæði út úr vörn­inni og úti á velli. Örvar Eggerts­son og Eyþór Aron Wöhler hlupu að vanda mikið og sköpuðu marga tapaða bolta í KA-liðinu.

Fyrsta mark leiks­ins kom á 22. mín­útu og var það afar huggu­legt. KA var þá framar­lega með liðið þegar heima­menn komust í bolt­ann og færðu hann út til vinstri á Marciano Aziz. Hann tók á rás í átt að teign­um með Þorra Mar Þóris­son til varn­ar og þegar hann nálgaðist teig­inn fór hann á hægri fót­inn og smellti bolt­an­um í fjær­hornið. Skotið fór af Dus­an Brkovic sem kom á mik­illi ferð til að reyna að bjarga og í stöng­ina og inn, al­gjör­lega óverj­andi fyr­ir Steinþór Má Auðuns­son í marki KA. 

Eft­ir markið voru heima­menn áfram sterk­ari en gest­irn­ir unnu sig þó hægt og ró­lega bet­ur inn í leik­inn. Bæði lið fengu ágæt­is tæki­færi til að bæta við mörk­um í leik­inn en staðan var enn 1:0 þegar liðin gengu til bún­ings­her­bergja í hálfleik.

KA menn gerðu breyt­ingu í hálfleik en Ásgeir Sig­ur­geirs­son kom inn fyr­ir Pæt­ur Peter­sen. Við breyt­ing­una færðist miklu meiri kraft­ur í liðið og var allt annað að sjá til þeirra í seinni hálfleik. Á 62. mín­útu jöfnuðu gest­irn­ir svo met­in en þar var Ásgeir ein­mitt að verki. Birk­ir Val­ur Jóns­son hægri bakvörður HK tapaði bolt­an­um þá á mjög slæm­um stað til Hall­gríms Mar Stein­gríms­son­ar sem gerði allt rétt, fór upp að enda­mörk­um og lagði bolt­ann fyr­ir markið á Ásgeir sem skoraði af stuttu færi.

Ásgeir var þó ekki hætt­ur því á 76. mín­útu fékk hann bolt­ann hægra meg­in á vell­in­um við miðlínu. Hann tók á rás í átt að teign­um, dansaði fram­hjá hverj­um varn­ar­manni HK á fæt­ur öðrum og lafði bolt­ann svo að lok­um fram­hjá Arn­ari Frey í marki HK. Al­gjör­lega stór­brotið mark hjá Ásgeiri.

Þetta reynd­ist sig­ur­mark leiks­ins en KA liðið lenti ekki í mikl­um vand­ræðum með að verja for­yst­una eft­ir að hafa kom­ist yfir. KA er því komið upp fyr­ir HK, í þriðja sæti deild­ar­inn­ar en liðið er nú með 11 stig. HK er í fjórða sæti með 10.

HK 1:2 KA opna loka
skorar Marciano Aziz (22. mín.)
Mörk
skorar Ásgeir Sigurgeirsson (62. mín.)
skorar Ásgeir Sigurgeirsson (76. mín.)
fær gult spjald Atli Hrafn Andrason (45. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Rodrigo Gómez (63. mín.)
fær gult spjald Ingimar Torbjörnsson Stöle (85. mín.)
fær gult spjald Steinþór Már Auðunsson (90. mín.)
mín.
90 Leik lokið
KA sækir þrjú stig í Kórinn!
90 Örvar Eggertsson (HK) á skot sem er varið
Fyrirgjöf á fjær sem Atli Þór skallar aftur fyrir markið. Örvar nær að teygja sig í boltann sem er aðeins fyrir aftan hann og nær engu nema lausu sporðdrekasparki á markið.
90
Atli Þór Jónasson fær hérna fínt færi í teignum en Daníel Hafsteinsson lokar vel á hann.
90 Steinþór Már Auðunsson (KA) fær gult spjald
Fyrir leiktöf. Steinþór Már skellihlær yfir þessu.
90
HK-ingar reyna hvað þeir geta til að skapa sér góðar stöður á vellinum en KA-menn verjast vel.
89 KA fær hornspyrnu
85 Ingimar Torbjörnsson Stöle (KA) fær gult spjald
Fyrir að tefja. Tekur sér mjög góðan tíma í að taka innkast.
84 Kristoffer Forgaard Paulsen (KA) kemur inn á
84 Birgir Baldvinsson (KA) fer af velli
82 Örvar Eggertsson (HK) á skot sem er varið
Atli Þór gerir mjög vel og skallar fyrirgjöf á Örvar sem er í hörkufæri í miðjum teignum. Örvar neglir boltanum í átt að marki en bæði Dusan og Ívar Örn kasta sér fyrir skotið og bjarga. Menn eru að leggja allt í þetta.
80 Harley Willard (KA) kemur inn á
80 Bjarni Aðalsteinsson (KA) fer af velli
78
Örvar fellur í teignum og HK-ingar heimta vítaspyrnu. Ég held að það hafi verið hárrétt hjá Jóhanni Inga að dæma ekkert þarna.
78 Brynjar Snær Pálsson (HK) kemur inn á
78 Atli Hrafn Andrason (HK) fer af velli
78 Hassan Jalloh (HK) kemur inn á
78 Marciano Aziz (HK) fer af velli
76 MARK! Ásgeir Sigurgeirsson (KA) skorar
1:2! - Þvílíkt mark! Fær boltann við miðlínu hægra megin og tekur á rás. Hleypur með boltann í átt að teignum þar sem hann dansar framhjá þremur varnarmönnum áður en hann setur boltann framhjá Arnari í markinu. Varnarleikur HK ekki til fyrirmyndar þarna.
74 Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA) á skot framhjá
Skot af mjög löngu færi og fer nokkuð vel framhjá markinu.
72 Atli Þór Jónasson (HK) kemur inn á
72 Eyþór Aron Wöhler (HK) fer af velli
Búinn að hlaupa fyrir allan peninginn. Flottur leikur hjá honum.
70 Eyþór Aron Wöhler (HK) á skot framhjá
KA tapar boltanum á hættulegum stað og Eyþór lætur vaða frá vinstra vítateigshorni. Fín tilraun en skotið framhjá markinu.
68 Ásgeir Sigurgeirsson (KA) á skot framhjá
Bjarni Aðalsteinsson með góðan sprett upp vinstra megin og fyrirgjöf á nærsvæðið þar sem Ásgeir mætir, en skot hans fer framhjá markinu.
65 Elfar Árni Aðalsteinsson (KA) kemur inn á
65 Sveinn Margeir Hauksson (KA) fer af velli
65 Ingimar Torbjörnsson Stöle (KA) kemur inn á
65 Þorri Mar Þórisson (KA) fer af velli
64 KA fær hornspyrnu
63 Rodrigo Gómez (KA) fær gult spjald
Fyrir eitthvað tuð.
62 MARK! Ásgeir Sigurgeirsson (KA) skorar
1:1! - Birkir Valur tapar boltanum til Hallgríms Mar á stórhættulegum stað. Hallgrímur keyrir upp vinstra megin og rennir boltanum svo fyrir markið á Ásgeir sem skorar í opið mark af stuttu færi.
60
Hérna er Ívar Örn Árnason stálheppinn. Atli Hrafn setti hann undir pressu og Ívar lét sig falla við afar litla snertingu rétt utan teigs og fékk aukaspyrnu. Ég er ekki viss um að þetta hafi verið brot.
54
Hörkufæri! Atli Hrafn skallar boltann inn fyrir vörn KA þar sem Ahmad Faqa er mættur en hann hreinlega hittir ekki boltann af um meters færi!
49 Ásgeir Sigurgeirsson (KA) á skot sem er varið
Fín skyndisókn hjá KA. Daníel setur boltann út til vinstri á Hallgrím sem rennir honum fyrir markið á Ásgeir en hann hittir hann illa með vinstri fætinum.
48
KA menn virka ferskari hérna í upphafi seinni hálfleiks en þeir gerðu í þeim fyrri.
46 Seinni hálfleikur hafinn
Sveinn Margeir spyrnir seinni hálfleiknum af stað.
46 Ásgeir Sigurgeirsson (KA) kemur inn á
46 Pætur Petersen (KA) fer af velli
46
Mér sýnist á öllu að það verði Færeyingurinn Pætur Peteren sem fari af velli fyrir Ásgeir.
46
Ásgeir Sigurgeirsson virðist vera að koma inná hjá KA í hálfleik. Hann er kominn úr upphitunargallanum og er að hita upp.
45 Hálfleikur
Það eru heimamenn sem leiða verðskuldað í hálfleik!
45
Það verður að lágmarki einni mínútu bætt við fyrri hálfleikinn.
45 Atli Hrafn Andrason (HK) fær gult spjald
Brýtur á Pætur sem var á leið í skyndisókn á miðjum vellinum. Hárréttur dómur hjá Jóhanni Inga.
38 Eyþór Aron Wöhler (HK) á skot framhjá
Langur bolti fram og Eyþór gjörsamlega stakk Dusan af. Dusan hafði um þrjá metra í forskot á Eyþór en rauk framúr honum. Að lokum var færið þó þröngt fyrir Eyþór og skotið í hliðarnetið.
33 Ívar Örn Árnason (KA) á skot sem er varið
Boltinn fellur fyrir miðvörðinn í teignum eftir hornspyrnuna en skotið er of laust og beint á markið.
33 KA fær hornspyrnu
31
Hér á Birgir Baldvinsson fyrirgjöf frá vinstri sem fer af varnarmanni og á fjær. Þar fá bæði Daníel og Þorri tækifæri til að setja boltann á markið en hvorugur þeirra hittir hann!
30
HK-ingar eru stórhættulegir. Hér er Birkir Valur kominn hátt upp hægra megin og á frábæra fyrirgjöf en Eyþór Aron var hálfu skrefi of aftarlega og náði ekki til boltans.
28 Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA) á skot sem er varið
Dansar aðeins með boltann rétt fyrir utan teig áður en hann lætur vaða en Arnar Freyr ver vel. Ágætis tilraun samt sem áður.
22 MARK! Marciano Aziz (HK) skorar
1:0 - Heimamenn leiða verðskuldað! Aziz fær boltann vinstra megin á vellinum í skyndisókn og veður með hann á Þorra. Þegar hann nálgast teiginn færir hann boltann á hægri fótinn og smellir honum í fjærhornið. Algjörlega óverjandi fyrir Steinþór en skotið fór af Dusan og small í stönginni og inn. Glæsilegt mark!
21 Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA) á skot sem er varið
KA fær aukaspyrnu rétt fyrir utan teig, við endalínuna vinstra megin. Bjarni tekur spyrnuna, rúllar boltanum út á Hallgrím sem lætur vaða, en Arnar ver skot hans.
19
Örvar er hér rifinn niður í þriðja eða fjórða skiptið í leiknum en í öll skiptin hefur Jóhann Ingi sleppt því að flauta. HK-ingar eru eðlilega orðnir aðeins pirraðir á þessu.
16 Atli Arnarson (HK) á skot sem er varið
Eftir langt innkast frá Örvari og smá vandræðagang í vörn KA dettur boltinn fyrir fætur Atla sem á skot en Steinþór ver það vel. Þorri Mar var kærulaus þarna og var allt of lengi að hreinsa boltanum svo Atli náði einfaldlega að stinga sér fram fyrir hann.
13 Pætur Petersen (KA) á skot framhjá
Virtist ekki alveg hafa trú á þessu sjálfur. Lætur vaða vel fyrir utan teig en setur boltann hátt yfir markið.
12
Hér er Örvar hársbreidd frá því að sleppa í gegn. Góð sendingin í gegn en Rodri bjargar KA með frábærri tæklingu. Sýndist hann ná að pota aðeins í boltann áður en Örvar komst í hann, sem betur fer fyrir KA, því annars hefði þetta verið vítaspyrna.
10 HK fær hornspyrnu
Heimamenn eru að byrja leikinn betur. Virka kraftmeiri en gestirnir.
7 Atli Hrafn Andrason (HK) á skalla sem fer framhjá
Fær nokkuð frían skalla á fjærstönginni eftir hornið en nær ekki að stýra boltanum á markið. Átti klárlega að gera betur þarna.
6 HK fær hornspyrnu
6 Örvar Eggertsson (HK) á skot framhjá
Hörku skyndisókn. Heimamenn bruna upp völlinn eftir hornspyrnu KA og að lokum á Örvar skot úr teignum sem fer af varnarmanni og yfir markið.
5 KA fær hornspyrnu
Gestirnir fá fyrstu hornspyrnu leiksins.
1
Hér vinnur Örvar Eggertsson skallaeinvígi gegn Birgi Baldvinssyni og lendir illa á mjöðminni. Það virðist þó vera í lagi með Örvar.
1 Leikur hafinn
Heimamenn byrja með boltann!
0
Þá ganga liðin til vallar og Bestu deildar stefið ómar um Kórinn. Þetta er að hefjast!
0
Sandor Matus, markmannsþjálfari HK, heilsar hér uppá gamla félaga en hann spilaði og þjálfaði hjá KA til margra ára.
0
Leikurinn fer að sjálfsögðu fram inni í Kórnum, heimavelli HK. Það er misjafnt hvað fólki finnst um að lið í efstu deild spili leiki sína innandyra um hásumar.
0
Jóhann Ingi Jónsson dæmir leikinn í dag og honum til aðstoðar verða þau Rúna Kristín Stefánsdóttir og Antoníus Bjarki Halldórsson. Erlendur Eiríksson er varadómari og Halldór Breiðfjörð Jóhannsson eftirlitsmaður.
0
KA hefur farið ágætlega af stað en liðið er í fimmta sæti með átta stig. Þó má gera ráð fyrir að fólk norðan heiða hefði viljað sjá liðið enn ofar í töflunni.
0
HK hefur farið virkilega vel af stað en liðið er með 10 stig eftir fyrstu fimm umferðirnar. Fæstir bjuggust líklega við HK í þriðja sæti deildarinnar á þessum tímapunkti en margir spáðu liðinu falli fyrir mót.
0
Byrjunarliðin hafa verið birt og má sjá þau hér að neðan.
0
Komiði sæl og blessuð og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá leik HK og KA í Bestu deild karla í knattspyrnu.
Sjá meira
Sjá allt

HK: (4-3-3) Mark: Arnar Freyr Ólafsson. Vörn: Birkir Valur Jónsson, Ahmad Faqa, Leifur Andri Leifsson, Ívar Örn Jónsson. Miðja: Arnþór Ari Atlason, Atli Hrafn Andrason (Brynjar Snær Pálsson 78), Atli Arnarson. Sókn: Örvar Eggertsson, Eyþór Aron Wöhler (Atli Þór Jónasson 72), Marciano Aziz (Hassan Jalloh 78).
Varamenn: Stefán Stefánsson (M), Ívar Orri Gissurarson, Brynjar Snær Pálsson, Eiður Atli Rúnarsson, Birnir Breki Burknason, Hassan Jalloh, Atli Þór Jónasson.

KA: (4-3-3) Mark: Steinþór Már Auðunsson. Vörn: Þorri Mar Þórisson (Ingimar Torbjörnsson Stöle 65), Dusan Brkovic, Ívar Örn Árnason, Birgir Baldvinsson (Kristoffer Forgaard Paulsen 84). Miðja: Bjarni Aðalsteinsson (Harley Willard 80), Rodrigo Gómez, Daníel Hafsteinsson. Sókn: Pætur Petersen (Ásgeir Sigurgeirsson 46), Sveinn Margeir Hauksson (Elfar Árni Aðalsteinsson 65), Hallgrímur Mar Steingrímsson.
Varamenn: Ívar Arnbro Þórhallsson (M), Elfar Árni Aðalsteinsson, Ásgeir Sigurgeirsson, Kristoffer Forgaard Paulsen, Steinþór Freyr Þorsteinsson, Ingimar Torbjörnsson Stöle, Harley Willard.

Skot: HK 8 (4) - KA 9 (6)
Horn: HK 2 - KA 4.

Lýsandi: Aron Elvar Finnsson
Völlur: Kórinn

Leikur hefst
7. maí 2023 17:00

Aðstæður:

Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Aðstoðardómarar: Rúna Kristín Stefánsdóttir og Antoníus Bjarki Halldórsson

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert