Sex mörk og rautt spjald

Karítas Tómasdóttir og Anita Lind Daníelsdóttir eigast við í leik …
Karítas Tómasdóttir og Anita Lind Daníelsdóttir eigast við í leik liðanna í fyrra. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Breiðablik vann útisig­ur á Kefla­vík, 6:0, í 3. um­ferð Bestu deild­ar kvenna í fót­bolta í kvöld í afar viðburðarrík­um leik á gervi­grasvell­in­um við Reykja­nes­höll­ina.

Breiðablik er þar með komið í efsta sæti deild­ar­inn­ar með sex stig og betri marka­tölu en Val­ur og Þrótt­ur sem eiga leik til góða. Kefla­vík tapaði sín­um fyrsta leik og er með fjög­ur stig.

Það var ljóst frá fyrstu mín­útu leiks­ins í hvað stefndi. Breiðablik var miklu betra liðið á öll­um sviðum. Fyrsta mark leiks­ins kom eft­ir aðeins 58 sek­únd­ur. Þá skoraði Andrea Rut Bjarna­dótt­ir eft­ir fyr­ir­gjöf, 1:0.

Á 23. mín­útu leiks­ins sendi Agla María Al­berts­dótt­ir bolt­ann fyr­ir markið og Kristrún Ýr Holm setti bolt­ann í eigið mark. Staðan var 2:0 fyr­ir Breiðabliki.

Aðeins rúm­lega mín­útu síðar fékk Breiðablik víta­spyrnu þegar Júlía Ruth Thasap­hong fór í bakið á leik­manni Breiðabliks. Júlía upp­skar gult spjald fyr­ir brotið. Úr vít­inu skoraði Agla María Al­berts­dótt­ir og staðan var þá orðin 3:0.

Örfá­um and­ar­tök­um síðar fékk Júlía sitt annað gula spjald og þar með rautt þegar hún virt­ist gefa leik­manni Breiðabliks oln­boga­skot. Leik­manni færri átti Kefla­vík aldrei mögu­leika í leikn­um.

Á 39. mín­útu leiks­ins skoraði Katrín Ásbjörns­dótt­ir fjórða mark Breiðabliks eft­ir að Hafrún Rakel Hall­dórs­dótt­ir skaut bolt­an­um í þverslá. Þannig stóðu leik­ar í hálfleik, 4:0 fyr­ir Breiðabliki.

Í síðari hálfleik þróaðist leik­ur­inn á sömu leið og sá fyrri. Breiðablik sótti stíft og upp­skar tvö mörk til viðbót­ar. Á 49. mín­útu skoraði Tayl­or Ziemer með fal­legu skoti utan víta­teigs og á 64. mín­útu skoraði Hafrún Rakel Hall­dórs­dótt­ir glæsi­legt mark hægra meg­in úr víta­teign­um eft­ir send­ingu frá Öglu Maríu Al­berts­dótt­ur.

Loka­töl­ur voru 6:0 fyr­ir Breiðabliki í al­gjör­um ein­stefnu­leik.

M-ein­kunna­gjöf­in og ein­kunn dóm­ara verða birt í Morg­un­blaðinu í fyrra­málið. 

Kefla­vík 0:6 Breiðablik opna loka
Mörk
skorar Andrea Rut Bjarnadóttir (1. mín.)
skorar Breiðablik (23. mín.)
skorar úr víti Agla María Albertsdóttir (25. mín.)
skorar Katrín Ásbjörnsdóttir (39. mín.)
skorar Taylor Ziemer (49. mín.)
skorar Hafrún Rakel Halldórsdóttir (64. mín.)
fær gult spjald Júlía Ruth Thasaphong (25. mín.)
fær rautt spjald Júlía Ruth Thasaphong (27. mín.)
fær gult spjald Sandra Voitane (29. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Toni Pressley (16. mín.)
fær gult spjald Hafrún Rakel Halldórsdóttir (32. mín.)
mín.
90 Leik lokið
90
Ekkert kemur út úr aukaspyrnunni og markspyrna niðurstaðan.
90
Breiðablik fær hér aukaspyrnu fyrir utan teig. Agla María gerir sig klára í að senda boltann inn í teig.
90
Það hefur lítið gerst síðustu 10 mínúturnar í leiknum. Leikurinn hefur róast mikið enda úrslitin löngu ljós.
90
Varadómarinn gefur til kynna að 3 mínútum sé bætt við leiktímann.
90 Elín Helena Karlsdóttir (Breiðablik) á skot yfir
89 Breiðablik fær hornspyrnu
85 Breiðablik fær hornspyrnu
79
Breiðablik fær hér aukaspyrnu við vítateigshornið hægra megin. Það gæti komið eitthvað út úr þessu.
76 Clara Sigurðardóttir (Breiðablik) kemur inn á
76 Andrea Rut Bjarnadóttir (Breiðablik) fer af velli
75 Þórhildur Ólafsdóttir (Keflavík) kemur inn á
75 Clara Sigurðardóttir (Breiðablik) fer af velli
75 Alma Rós Magnúsdóttir (Keflavík) kemur inn á
75 Linli Tu (Keflavík) fer af velli
74 Breiðablik fær hornspyrnu
70 Toni Pressley (Breiðablik) á skalla yfir
Toni Pressley í dauðafæri. Hornspyrna frá hægri og Toni skallar yfir.
69 Breiðablik fær hornspyrnu
67 Birta Georgsdóttir (Breiðablik) kemur inn á
67 Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Breiðablik) fer af velli
67 Írena Héðinsdóttir Gonzalez (Breiðablik) kemur inn á
67 Ásta Eir Árna­dótt­ir (Breiðablik) fer af velli
67 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik) kemur inn á
67 Taylor Ziemer (Breiðablik) fer af velli
67 Elín Helena Karlsdóttir (Breiðablik) á skalla sem fer framhjá
66 Breiðablik fær hornspyrnu
64 MARK! Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Breiðablik) skorar
0:6. Sturlað mark hjá Hafrúnu. Agla María sendir boltann fyrir frá vinstri. Boltinn fer yfir teiginn og lendir hjá Hafrúnu sem þrumar boltanum upp í vinstra hornið. Frábært mark.
63 Amelía Rún Fjeldsted (Keflavík) kemur inn á
63 Sandra Voitane (Keflavík) fer af velli
61 Breiðablik fær hornspyrnu
Karitas tekur skot fyrir utan teig sem fer af leikmanni Keflavíkur og afturfyrir.
57
Breiðablik fær aukaspyrnu úti á vinstri kantinum. Bergþóra tekur stutt spil úr spyrnunni.
56 Taylor Ziemer (Breiðablik) á skalla sem er varinn
53 Breiðablik fær hornspyrnu
52 Breiðablik fær hornspyrnu
Ásta tekur hér skot sem fer af varnarmanni og afturfyrir. Hornspyrna.
51 Breiðablik fær hornspyrnu
49 MARK! Taylor Ziemer (Breiðablik) skorar
Taylor fær boltann eftir innkast, snýr sér á miðjunni og neglir boltanum í netið.
47 Breiðablik fær hornspyrnu
47
Leikurinn fer af stað nákvæmlega eins og fyrri hálfleikur endaði. Breiðablik sækir.
46 Seinni hálfleikur hafinn
46 Karitas Tómasdóttir (Breiðablik) kemur inn á
46 Katrín Ásbjörnsdóttir (Breiðablik) fer af velli
46 Elfa Karen Magnúsdóttir (Keflavík) kemur inn á
46 Kristrún Blöndal (Keflavík) fer af velli
45 Hálfleikur
44
Hafrún brunar upp hægri kantinn og gefur boltann fyrir markið. Þar mætir enginn og boltinn fer afturfyrir endamörk.
42 Agla María Albertsdóttir (Breiðablik) á skot sem er varið
Boltinn kemur fyrir markið frá vinstri. Þar er Agla í dauðafæri en Vera ver.
41
Breiðablik keyrir upp vinstri kantinn og gefur boltann fyrir. Þar er Hafrún Rakel mætt en er felld í teignum og missir af boltanum. Þetta leit út fyrir að vera víti.
40
Þessi leikur er orðinn algjör einstefna eftir að Julia var send útaf. Þetta gæti endað með stórslysi fyrir Keflavík í kvöld.
39 MARK! Katrín Ásbjörnsdóttir (Breiðablik) skorar
0:4. Hafrún neglir boltanum í þverslánna og Katrín fylgir vel á eftir og setur boltann í netið.
39 Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Breiðablik) á skot í þverslá
37 Breiðablik fær hornspyrnu
Boltinn kemur fyrir þar sem Áslaug reynir að koma boltanum í netið en Vera ver í annað horn.
36 Breiðablik fær hornspyrnu
35
Breiðablik sækir upp hægri kantinn þar sem Bergþóra Sól sendir fyrir markið en ekkert verður úr sókninni.
32 Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Breiðablik) fær gult spjald
Hafrún fær hér gult spjald fyrir brot á Anítu Lind.
29 Sandra Voitane (Keflavík) fær gult spjald
Sandra brýtur hér á leikmanni Breiðablik. Bríet er mjög spjaldaglöð hér í fyrri hálfleik.
27 Agla María Albertsdóttir (Breiðablik) á skot sem er varið
Agla María á hér skot úr aukaspyrnu sem fer beint á Veru í marki Keflavíkur.
27 Júlía Ruth Thasaphong (Keflavík) fær rautt spjald
Julia fær hér sitt annað gula spjald á örfáum mínútum og Keflavík er nú manni færri. Julia gefur leikmanni Breiðablik olnbogaskot og í raun ekkert annað en beint rautt spjald þó að Bríet hafi ákveðið að gefa henni seinna gula spjaldið.
25 Júlía Ruth Thasaphong (Keflavík) fær gult spjald
25 MARK! Agla María Albertsdóttir (Breiðablik) skorar úr víti
0:3. Agla María skorar hér úr vítinu.
25 Breiðablik fær víti
Julia fer hér í bakið á leikmanni Breiðablik.
23 MARK! Breiðablik (Breiðablik) skorar
0:2. Agla María sendir boltann fyrir markið og þar fer boltinn í netið af Kristrúnu Ýr Holm. Sjálfsmark.
21
Breiðablik skorar hér mark en dæmd rangstaða.
19 Agla María Albertsdóttir (Breiðablik) á skot yfir
18
Blikar fá aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateigsbogann. Líklega mun Agla reyna skot.
17 Taylor Ziemer (Breiðablik) á skot framhjá
Taylor í ágætis færi en boltinn framhjá.
16 Toni Pressley (Breiðablik) fær gult spjald
15
Áslaug tekur hornspyrnuna og Vera Varis kýlir boltann frá.
15
Önnur hornspyrna
14 Breiðablik fær hornspyrnu
11
Breiðablik fær hornspyrnu á hægri kantinum. Agla María tekur spyrnuna sem endar aftur fyrir endamörkum.
6 Keflavík fær hornspyrnu
Kemur ekkert úr hornspyrnunni.
1 MARK! Andrea Rut Bjarnadóttir (Breiðablik) skorar
0:1. Þetta var ekki lengi gert. Breiðablik sækir upp vinstri vænginn. Boltinn sendur fyrir og þar er Andrea sem afgreiðir boltann í fjær hornið.
1 Leikur hafinn
Breiðablik hefur hér leikinn.
0
Leikmenn beggja liða ganga nú inn á völlinn. Vallarþulurinn undirbýr kynningu á liðunum. Það er allt að verða klárt fyrir leikinn.
0
Mikaela Nótt Pétursdóttir leikur ekki með Keflavík í Kvöld. Hún er í láni hjá Keflavík frá Brieðablik. Í hennar stað er Júlía Ruth en hún lék sinn fyrsta leik í efstu deild með Grindavík fyrir fimm árum, þá aðeins 15 ára gömul.
0
Leikurinn er liður í 3. umferðinni. Keflavík er með fjögur stig í fjórða sæti og Breiðablik þrjú í fimmta.
0
Gott kvöld og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá leik Keflavíkur og Breiðabliks í Bestu deild kvenna í fótbolta.
Sjá meira
Sjá allt

Keflavík: (5-3-2) Mark: Vera Varis. Vörn: Caroline Van Slambrouck, Júlía Ruth Thasaphong, Madison Wolfbauer, Anita Lind Daníelsdóttir, Kristrún Ýr Holm. Miðja: Kristrún Blöndal (Elfa Karen Magnúsdóttir 46), Sigurrós Eir Guðmundsdóttir, Dröfn Einarsdóttir. Sókn: Linli Tu (Alma Rós Magnúsdóttir 75), Sandra Voitane (Amelía Rún Fjeldsted 63).
Varamenn: Esther Júlía Gustavs­dótt­ir (M), Elfa Karen Magnúsdóttir, Anita Bergrán Eyjólfsdóttir, Alma Rós Magnúsdóttir, Þórhildur Ólafsdóttir, Amelía Rún Fjeldsted, Watan Amal Fidudóttir.

Breiðablik: (3-4-3) Mark: Telma Ívarsdóttir. Vörn: Elín Helena Karlsdóttir, Toni Pressley, Bergþóra Sól Ásmundsdóttir. Miðja: Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Birta Georgsdóttir 67), Ásta Eir Árna­dótt­ir (Írena Héðinsdóttir Gonzalez 67), Taylor Ziemer (Vigdís Lilja Kristjánsdóttir 67), Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir. Sókn: Andrea Rut Bjarnadóttir (Clara Sigurðardóttir 76, Andrea Rut Bjarnadóttir 76), Katrín Ásbjörnsdóttir (Karitas Tómasdóttir 46), Agla María Albertsdóttir.
Varamenn: Aníta Dögg Guðmundsdóttir (M), Clara Sigurðardóttir, Vigdís Lilja Kristjánsdóttir, Írena Héðinsdóttir Gonzalez, Karitas Tómasdóttir, Hildur Þóra Hákonardóttir, Birta Georgsdóttir.

Skot: Breiðablik 15 (10)
Horn: Breiðablik 13 - Keflavík 1.

Lýsandi: Jón Kristinn Jónsson
Völlur: Nettóhöllin-gervigras

Leikur hefst
9. maí 2023 19:15

Aðstæður:
Rigning og logn.

Dómari: Bríet Bragadóttir
Aðstoðardómarar: Eydís Ragna Einarsdóttir og Guðni Freyr Ingvarsson

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert