Arnar biðst afsökunar á píkuumælum

Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings úr Reykjavík, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla eftir sigur liðsins gegn FH í 7. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu á sunnudaginn síðasta.

Leiknum lauk með 2:0-sigri Víkinga en bæði Arnar og Heimir Guðjónsson þjálfari Hafnfirðinga skutu föstum skotum í viðtölum við fjölmiðlamenn eftir leikinn.

Heimir talaði um að Víkingar væru grófasta lið deildarinnar í viðtali við mbl.is og svaraði Arnar fyrir sig í viðtali við fótbolta.net.

„Ég tek það sem hrós bara af því að við vorum algjörar píkur í fyrra,“ sagði Arnar í samtali við fótbolta.net en hann fékk talsverða gagnrýni fyrir ummælin.

„Biðst inni­legrar af­sökunar á ekkert eðli­lega hall­æris­legum um­mælum sem höfð voru eftir mér í gær. Árið er 2023 og ég er að nota frasa sem er bæði móðgandi og við­heldur úr­eltri og rangri staðal­í­mynd. Arnar Berg­mann Gunn­laugs­son – gera betur,“ skrifaði Arnar í færslu sem hann birti á Face­book.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert