„Ég get ekki sagt að við höfum verið tilbúnar í byrjun leiks og algerlega eitthvað sem við þurfum virkilega skoða hjá okkur, eins og við séum ekki mættar í byrjun í tveimur síðustu leikjum okkar, sem alls ekki nógu gott,“ sagði Kristrún Ýr Holm fyrirliði Keflavíkurkvenna eftir 3:1 tap fyrir FH í Kaplakrika í kvöld en leikið var í 4. umferð efstu deildar kvenna í knattspyrnu.
Vissulega byrjaði Keflavík illa en braust þó inní leikinn og skoraði svo jafntefli var mögulegt. „Ég er alveg stolt af því að við komumst síðan inn í leikinn og við reyndum. Það dugði ekki til en við erum ekkert búnar að hengja haus og eina sem við getum gert er í raun að læra af þessu og passa að hafa hausinn skýran og rétt skrúfaðan á. Við þurfum jafnvel meiri samræmi í okkar leik og næsta skrefið er að bæta það fyrir komandi leiki,“ bætti Kristrún Ýr við.