Óttast það versta

Nacho Heras í leik með Keflavík.
Nacho Heras í leik með Keflavík. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur í knattspyrnu, segir útlitið ekki gott hjá Nacho Heras, varnarmanni liðsins, eftir að hann fór sárþjáður af velli í leik þess gegn HK í Bestu deildinni á sunnudag.

Heras meiddist eftir nokkurra mínútna leik og var borinn af velli áður en hann var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús.

„Þetta lítur ekki nógu vel út, hann er sárþjáður og við erum að reyna koma honum að í segulómun. Hann fann einhvern smell í hnénu þegar þetta gerðist og er bara verkjaður.

Það er grunur um að þetta gæti verið liðbandið innan á hnénu, eða liðþófi. Við vitum ekki neitt, en þetta eru nú samt sennilega meiðsli þar sem hann er allavega margar vikur eða mánuði að ná sér," sagði Siggi Raggi í samtali við Fótbolta.net í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert