Þór varð í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu, Mjólkurbikarnum, með því að vinna Leikni úr Reykjavík, 3:1, í viðureign 1. deildarliðanna á Þórsvellinum á Akureyri.
Aron Ingi Magnússon kom Þór yfir undir lok fyrri hálfleiks og Ion Perello bætti við marki um miðjan síðari hálfleik.
Róbert Hauksson minnkaði muninn fyrir Leiknismenn en Ingimar Arnar Kristjánsson innsiglaði sigur Þórsara, 3:1.