Komnir á nýtt gras í Kópavogi

Meistaraflokkur karla hjá Breiðabliki á Kópavogsvelli í dag.
Meistaraflokkur karla hjá Breiðabliki á Kópavogsvelli í dag. Flosi Eiríksson/Twitter

Meistaraflokkar Breiðabliks í knattspyrnu hafa ekki leikið á Kópavogsvelli undanfarnar vikur þar sem nýtt gervigras hefur verið lagt á völlinn.

Nú er nýja grasið tilbúið og karlalið félagsins æfði á því í hádeginu en liðið spilar þar gegn KA í Bestu deild karla á sunnudaginn kemur.

Blikar mættu HK í fyrstu umferðinni á Kópavogsvelli 10. apríl en hafa síðan leikið á útivöllum ásamt því að spila einn heimaleik, gegn Fram, á velli Fylkis í Árbænum.

Kvennalið Breiðabliks hefur leikið alla fjóra leiki sína í Bestu deild kvenna á útivöllum en spilar fyrsta heimaleikinn gegn FH 23. maí.

Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, setti meðfylgjandi mynd á Twitter í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert