Mótsmiðasölu lýkur í hádeginu

Tólfan, stuðningsmannasveit íslenska landsliðsins.
Tólfan, stuðningsmannasveit íslenska landsliðsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mótsmiðasölu á heima­leiki Íslands í undan­keppni EM 2024 í knatt­spyrnu karla lýkur klukkan 12 í dag.

Mótsmiðasala fel­ur í sér miða á alla fimm heima­leiki Íslands í ár og fer fram á tix.is.

Ísland hóf leik í undan­keppn­inni í mars og verður fyrsti heima­leik­ur­inn spilaður á þjóðhátíðardag­inn, 17. júní. Með Íslandi í riðli eru Slóvakía, Portúgal, Bosn­ía og Her­segóvína, Lúx­em­borg og Liechten­stein. Mótsmiðar gilda á alla heima­leiki Íslands í keppn­inni.

Með kaup­um á mótsmiða fæst 20 pró­senta af­slátt­ur af miðum í al­mennri miðasölu. Vak­in er at­hygli á fleiri og fjöl­breytt­ari verðflokk­um á lands­leiki á Laug­ar­dals­velli en áður. Nú er hægt að kaupa miða í fimm verðflokk­um, sem fyrr með 50 pró­senta af­slætti fyr­ir 16 ára og yngri.

Miðakaup­end­ur fá sömu sæt­in á alla fimm leik­ina og er hægt að fá miða allt frá 8.800 kr. til 36.400 kr. á alla fimm leik­ina.

Al­menn miðasala á stak­an leik hefst tveim­ur vik­um fyr­ir hvern leik.

Heima­leik­ir Íslands í undan­keppni EM 2024:

Ísland – Slóvakía, laug­ar­dag­inn 17. júní kl. 18.45
Ísland – Portúgal, þriðju­dag­inn 20. júní kl. 18.45
Ísland – Bosn­ía og Her­segóvína, mánu­dag­inn 11. sept­em­ber kl. 18.45
Ísland – Lúx­em­borg, föstu­dag­inn 13. októ­ber kl. 18.45
Ísland – Liechten­stein, mánu­dag­inn 16. októ­ber kl. 18.45

Nán­ari upp­lýs­ing­ar um mótsmiðasöl­una má finna á heimasíðu KSÍ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert