FH varð í kvöld annað liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta með 2:1-heimasigri á Njarðvík í 16-liða úrslitunum.
Jóhann Ægir Arnarsson kom FH yfir á 30. mínútu með eina marki fyrri hálfleiks. Steven Lennon bætti við öðru markinu á 49. mínútu og kom FH í góð mál.
Marc McAusland minnkaði muninn fyrir Njarðvík á 58. mínútu og gestirnir úr 1. deildinni fengu góð færi til að skora jöfnunarmarkið, en inn vildi boltinn ekki.
Þór varð fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum í gær.