Víkingur enn með fullt hús – fyrsti sigur Aftureldingar

Sigrún Eva Sigurðardóttir gerði annað mark Aftureldingar.
Sigrún Eva Sigurðardóttir gerði annað mark Aftureldingar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Víkingur úr Reykjavík er enn eina liðið í 1. deild kvenna í fótbolta sem er með fullt hús stiga, en Víkingar unnu sannfærandi 3:0-útisigur á Fram í 3. umferðinni í kvöld.

Nadía Atladóttir, Erna Guðrún Magnúsdóttir og Linda Líf Boama gerðu mörk Víkinga. Nadía skoraði fyrsta markið á 20. mínútu og Erna og Linda bættu við mörkum í seinni hálfleik.

Afturelding vann sinn fyrsta sigur á leiktíðinni er liðið heimsótti KR og vann sannfærandi 4:0-útisigur. Hlín Heiðarsdóttir, Sigrún Eva Sigurðardóttir og Snæfríður Eva Eiríksdóttir skoruðu allar í fyrri hálfleik og Karmyn Carter bætti við þriðja markinu á 76. mínútu.

Liðin féllu saman úr Bestu deildinni á síðustu leiktíð og hafa átt erfitt uppdráttar í 1. deild. Sigurinn var sá fyrsti hjá Aftureldingu, en KR er á botninum og án stiga.

Fylkir vann sinn annan sigur í röð er Grindavík kom í heimsókn í Árbæinn. Sara Dögg Ásþórsdóttir kom Fylki yfir á 12. mínútu og þær Eva Rut Ásþórsdóttir og Guðrún Karitas Sigurðardóttir bættu við mörkum í seinni hálfleik. Sara Dögg og Eva Rut eru systur. 

Grótta hefur farið vel af stað í deildinni og unnið tvo leiki af fyrstu þremur. Gróttuliðið lagði Augnablik, 2:1, á heimavelli. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoruðu Hannah Abraham og Rakel Lóa Brynjarsdóttir í seinni hálfleik.

Fréttin verður uppfærð með markaskorara Augnabliks innan skamms. 

Staðan í deildinni.
Staðan í deildinni. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert