Bikarmeistarar Víkings í Reykjavík þurftu að hafa mikið fyrir því að sigra 1. deildarlið Gróttu í sextán liða úrslitum bikarkeppni karla í fótbolta á Víkingsvellinum í dag, 2:1.
Helgi Guðjónsson kom Víkingum yfir strax á 12. mínútu en aðeins sjö mínútum síðar jafnaði Arnar Þór Helgason fyrir Gróttu, 1:1.
Logi Tómasson færði Víkingum forystuna á ný á 54. mínútu, 2:1, og það reyndist vera sigurmarkið.
Sigurganga Víkinga í bikarnum heldur því áfram en þeir hafa orðið bikarmeistarar þrisvar í röð.