Meistararnir sterkari en Þróttarar

Viktor Karl Einarsson skorar fyrsta mark leiksins.
Viktor Karl Einarsson skorar fyrsta mark leiksins. mbl.is/Óttar Geirsson

Breiðablik er komið í átta liða úrslit Mjólkurbikars karla í fótbolta eftir útisigur, 3:0, á Þrótti úr Reykjavík á Þróttheimavellinum í Laugardal í dag.

Breiðablik er ríkjandi Íslandsmeistari, á meðan Þróttur er nýliði í 1. deild. Bjuggust því flestir við öruggum sigri Breiðabliks, en Þróttarar stóðu vel í liðinu úr Bestu deildinni.

Viktor Karl Einarsson kom Breiðabliki yfir á 31. mínútu með fallegu skoti utan teigs og var staðan í hálfleik 1:0. Klæmint Olsen bætti við öðru markinu á 57. mínútu, þegar hann nýtti sér mistök Sveins Óla Guðnasonar í marki Þróttar.

Sveinn kvittaði fyrir þau mistök á 63. mínútu með því að verja víti frá Gísla Eyjólfssyni og halda Þrótturum inn í leiknum.

Stefán Ingi Sigurðarson innsiglaði sigur Blika með þriðja markinu í blálok uppbótartímans, 3:0.  

Ágúst Orri Þorsteinsson miðjumaður Breiðabliks með boltann í leiknum í …
Ágúst Orri Þorsteinsson miðjumaður Breiðabliks með boltann í leiknum í dag. mbl.is/Óttar Geirsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka