HK lagði lið Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis, FHL, að velli í síðasta leiknum í þriðju umferð 1. deildar kvenna í knattspyrnu í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði í dag, 2:1.
Austfirðingar komust yfir undir lok fyrri hálfleiks með marki frá Natalie Cooke og voru með forystuna fram á lokamínútur leiksins.
Brookelynn Entz jafnaði metin fyrir HK á 87. mínútu og Katrín Rósa Egilsdóttir, 16 ára varamaður Kópavogsliðsins, skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu uppbótartímans.
Danny El-Hage, aðstoðarþjálfari FHL, fékk rauða spjaldið í uppbótartíma leiksins.
HK hefur þar með fengið 7 stig í fyrstu þremur leikjunum og er í þriðja sæti á eftir Víkingi, sem með 9 stig, og Fylki, sem er einnig með 7 stig. FHL er í sjöunda sæti deildarinnar með 3 stig.