Úlfa best í fjórðu umferð

Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir var best í fjórðu umferð.
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir var best í fjórðu umferð. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir, kantmaður Stjörnunnar, var besti leikmaðurinn í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta að mati Morgunblaðsins.

Úlfa Dís átti stóran þátt í fyrra marki Stjörnunnar og skoraði það síðara þegar Garðabæjarliðið lagði Íslands- og bikarmeistara Vals á heimavelli, 2:0, í fyrrakvöld. Hún fékk tvö M hjá Morgunblaðinu fyrir frammistöðu sína.

Þetta var hennar fyrsti leikur á tímabilinu en Úlfa Dís er nýkomin heim frá Bandaríkjunum þar sem hún hefur stundað nám við Kentucky-háskólann frá árinu 2020.

„Úlfa Dís er alveg sérstakt eintak, hún er engri lík. Hún sýndi það strax á æfingum þegar hún mætti eftir skólann hvað hún ætlaði sér og þú sást það í dag. Hún er alveg einstakur leikmaður og ekkert hægt að lýsa henni,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, við Grétar Braga Hallgrímsson á mbl.is eftir leikinn við Val þegar hann var spurður um frammistöðu hennar.

Nánari umfjöllun um Úlfu og lið fjórðu umferðar deildarinnar má lesa í Morgunblaðinu sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert