Firmino nær kveðjuleik á heimavelli

Roberto Firmino kveður væntanlega stuðningsmenn Liverpool á morgun.
Roberto Firmino kveður væntanlega stuðningsmenn Liverpool á morgun. AFP/Paul Ellis

Roberto Firmino verður með Liverpool á ný á morgun þegar liðið tekur á móti Aston Villa í næstsíðasta leik sínum á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Firmino hefur misst af síðustu sex leikjum Liverpool vegna tognunar í fæti en Jürgen Klopp staðfesti í dag að hann væri orðinn leikfær á ný.

Það verður þá síðasti heimaleikur Firmino með Liverpool því hann er á förum frá félaginu eftir tímabilið.

Darwin Nunez missir hins vegar af öðrum leiknum í röð vegna meiðsla í tá.

Liverpool þarf að vinna leikinn til að vera enn með í baráttunni um sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert