Okkur Gylfa hefur oft verið líkt saman

Guðni Bergsson og Gylfi Þór Sigurðsson.
Guðni Bergsson og Gylfi Þór Sigurðsson. mbl.is/Eggert

„Okkur Gylfa hefur oft verið líkt saman, á fótboltavellinum,“ sagði Guðni Bergsson í góðu gríni þegar þáttastjórnandinn Bjarni Helgason ruglaðist í ríminu og kallaði hann óvart Gylfa í stað Guðna í Fyrsta sætinu, íþróttahlaðvarpi mbl.is og Morgunblaðsins.

Guðni lék 80 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og þá lék hann einnig sem atvinnumaður á Englandi með bæði Tottenham og Bolton um árabil. Þá var hann formaður KSÍ frá 2017 til ársins 2021.

„Ég veit að Åge Hareide er mjög spenntur fyrir því að fá Gylfa aftur inn í landsliðshópinn,“ sagði Guðni.

Þarf tíma til að átta sig á hlutunum

„Ég held að Gylfi þurfi tíma núna til þess að átta sig á hlutunum. Þetta var mjög erfið lífsreynsla og hefur verið erfiður tími fyrir hann, undanfarin tvö ár, og hann þarf ráðrúm núna til þess að finna það með sér hvað hann vill gera,“ sagði Guðni.

Guðni var þá spurður hvort hann hefði rætt við Gylfa.

 „Já ég hef heyrt í honum,“ sagði Guðni meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan en þátturinn er aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum.


 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert