Þór lagði Leikni

Valdimar Daði Sævarsson skoraði sigurmark Þórs í dag.
Valdimar Daði Sævarsson skoraði sigurmark Þórs í dag. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Þór frá Akureyri fékk Leikni úr Reykjavík í heimsókn í þriðju umferð 1. deildar karla í knattspyrnu í dag. Heimamenn unnu með minnsta mun, 1:0.

Sigurmarkið skoraði Valdimar Daði Sævarsson snemma leiks.

Þór hefur nú unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni á tímabilinu og er með sex stig í öðru sæti.

Leiknir hefur farið rólega af stað og er með 3 stig í fimmta sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert