Freyja tryggði Þrótti dramatískan sigur

Katie Cousins hjá Þrótti og Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir hjá Þór/KA …
Katie Cousins hjá Þrótti og Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir hjá Þór/KA í baráttunni í Laugardalnum í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þrótt­ur úr Reykja­vík vann há­drama­tísk­an sig­ur á Þór/​KA, 2:1, þegar liðin átt­ust við í 5. um­ferð Bestu deild­ar kvenna í Laug­ar­daln­um í kvöld. Sig­ur­markið kom í upp­bót­ar­tíma venju­legs leiktíma.

Þrótt­ur réði lög­um og lof­um í fyrri hálfleik og fékk þrjú úr­vals færi til þess að ná for­yst­unni. Í öll skipt­in varði Mel­issa Lowder í marki Þórs/​KA frá sókn­ar­mönn­um Þrótt­ar.

Ólöf Sig­ríður Krist­ins­dótt­ir fékk fyrsta dauðafærið eft­ir aðeins átta mín­útna leik. Tanya Boychuk sendi hana þá í gegn í víta­teig Þórs/​KA, Ólöf Sig­ríður tók skotið en Lowder varði vel með hægri fæti.

Tíu mín­út­um síðar renndi Katie Cous­ins bolt­an­um til hliðar á Boychuk eft­ir frá­bært spil en skot henn­ar við markteig­inn var beint á Lowder sem varði yfir markið.

Fimm mín­út­um síðar komu gest­irn­ir bolt­an­um í netið þegar Hulda Ósk Jóns­dótt­ir skoraði af stuttu færi í kjöl­far horn­spyrnu en var dæmd rang­stæð, sem virt­ist rang­ur dóm­ur.

Strax í næstu sókn átti Katla Tryggva­dótt­ir prýðis til­raun af víta­teigs­línu en skotið naum­lega yfir markið.

Skömmu síðar, á 26. mín­útu, fékk Ólöf Sig­ríður besta færi leiks­ins þegar bolt­inn barst til henn­ar á markteig, hún náði viðstöðulausu skoti nán­ast inni í mark­inu en Lowder varði á ein­hvern ótrú­leg­an hátt áður en Hulda Björg Hann­es­dótt­ir kom bolt­an­um af marklín­unni.

Áfram var Þrótt­ur með und­ir­tök­in en skapaði sér ekki fleiri opin færi það sem eft­ir lifði fyrri hálfleiks.

Staðan því marka­laus þegar flautað var til leik­hlés.

Snemma í síðari hálfleik kom Ísfold Marý Sig­tryggs­dótt­ir sér í gott færi inn­an teigs með því að leika lag­lega á Sól­eyju Maríu Stein­ars­dótt­ur, taka svo skot úr nokkuð þröngu færi af markteig.

Íris Dögg Gunn­ars­dótt­ir í marki Þrótt­ar varði hins veg­ar skotið með hægri fæti áður en Jelena Tinna Jujundzig hreinsaði frá rétt fyr­ir fram­an marklín­una.

Þegar rúm­ur stund­ar­fjórðung­ur lifði leiks sá Cous­ins að Lowder var framar­lega í mark­inu, reyndi að koma bolt­an­um yfir hana af löngu færi en skotið rétt yfir markið.

Tíu mín­út­um fyr­ir leiks­lok braut Þrótt­ur loks ís­inn.

Boychuk slapp þá í gegn eft­ir glæsi­lega stungu­send­ingu Kötlu Tryggva­dótt­ur, var í miklu kapp­hlapi við Agnesi Birtu Stef­áns­dótt­ir og renndi bolt­an­um und­ir Lowder af miklu harðfylgi.

Aðeins þrem­ur mín­út­um síðar jafnaðiu Þór/​KA hins veg­ar met­in.

Kimberley Dóra Hjálm­ars­dótt­ir fékk þá bolt­ann rétt fyr­ir utan víta­teig, lét vaða og fast skot henn­ar hafnaði í net­inu. Skotið var ansi ná­lægt Írisi Dögg, sem hefði átt að gera bet­ur í mark­inu.

Tveim­ur mín­út­um fyr­ir leiks­lok fékk Sæ­unn Björns­dótt­ir tæki­færi til þess að tryggja Þrótti sig­ur­inn þegar hún náði góðu skoti úr teign­um eft­ir fyr­ir­gjöf Mikennu McM­an­us en Hulda Björg bjargaði á marklínu.

Á ann­arri mín­útu upp­bót­ar­tíma tókst vara­mann­in­um Freyju Karín Þor­varðardótt­ur hins veg­ar að tryggja Þrótti sig­ur þegar hún skallaði bolt­ann í netið af stuttu færi í kjöl­far horn­spyrnu.

Með sigr­in­um fór Þrótt­ur upp í annað sæti deild­ar­inn­ar og Þór/​KA niður í þriðja sætið.

M-ein­kunna­gjöf­in og ein­kunn dóm­ara verða í Morg­un­blaðinu í fyrra­málið.

Þrótt­ur R. 2:1 Þór/​KA opna loka
skorar Tanya Boychuk (80. mín.)
skorar Freyja Karín Þorvarðardóttir (90. mín.)
Mörk
skorar Kimberley Dóra Hjálm­ars­dótt­ir (83. mín.)
fær gult spjald Sæunn Björnsdóttir (45. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Agnes Birta Stefánsdóttir (49. mín.)
mín.
90 Leik lokið
+4 Þróttur vinnur hádramatískan sigur og fer upp í annað sæti deildarinnar!
90 MARK! Freyja Karín Þorvarðardóttir (Þróttur R.) skorar
+2 2:1 Freyja er að tryggja Þrótti sigur! Nær skallanum af stuttu færi eftir að Lowder hafði kýlt hornspyrnuna til hliðar og boltinn hafnar í netinu!
90 Þróttur R. fær hornspyrnu
+1
90 Margrét Edda Lian Bjarnadóttir (Þróttur R.) á skot framhjá
+1 Hörkuskot fyrir utan teig, af varnarmanni og aftur fyrir.
89 Margrét Edda Lian Bjarnadóttir (Þróttur R.) kemur inn á
89 Katla Tryggva­dótt­ir (Þróttur R.) fer af velli
89 Ísabella Anna Húbertsdóttir (Þróttur R.) kemur inn á
89 Sæunn Björnsdóttir (Þróttur R.) fer af velli
88 Katla Tryggva­dótt­ir (Þróttur R.) á skot framhjá
Hörkuskot úr nokkuð þröngu færi í teignum, í hliðarnetið.
88 Sæunn Björnsdóttir (Þróttur R.) á skot sem er varið
Dauðafæri! McManus með góða fyrirgjöf á Sæunni, hún nær flottu skoti úr teignum en Hulda Björg bjargar á marklínu!
83 MARK! Kimberley Dóra Hjálm­ars­dótt­ir (Þór/KA) skorar
1:1 Þór/KA jafnar metin strax! Kimberley Dóra fær boltann rétt utan teigs, lætur vaða og boltinn hafnar í netinu! Skotið virtist nálægt Írisi sem hefði eflaust átt að gera betur í markinu.
80 MARK! Tanya Boychuk (Þróttur R.) skorar
1:0 Þróttur brýtur ísinn! Katla þræðir boltann inn fyrir vörnina með glæsilegri stungusendingu þar sem Boychuk er í hörku kapphlaupi við Agnesi Birtu, nær til boltans af gífurlegu harðfylgi og rennir boltanum undir Lowder sem var komin út á móti.
78 Karlotta Björk Andradóttir (Þór/KA) kemur inn á
14 ára stelpa fær tækifærið, kom einnig inn á í síðasta leik.
78 Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA) fer af velli
78 Amalía Árnadóttir (Þór/KA) kemur inn á
78 Karen María Sigurgeirsdóttir (Þór/KA) fer af velli
74 Katherine Cousins (Þróttur R.) á skot yfir
Þarna munaði litlu! Cousins með skemmtilega tilraun af löngu færi, sá Lowder framarlega í markinu og reyndi að koma boltanum yfir hana en boltinn naumlega yfir markið!
73 Sæunn Björnsdóttir (Þróttur R.) á skot sem er varið
Fín tilraun vinstra megin úr teignum en Lowder vandanum vaxin.
70
Það hefur hægst verulega um undanfarnar mínútur þar sem stöðubarátta er í algleymingi.
67 Freyja Karín Þorvarðardóttir (Þróttur R.) kemur inn á
67 Ólöf Sig­ríður Krist­ins­dótt­ir (Þróttur R.) fer af velli
59 Katla Tryggva­dótt­ir (Þróttur R.) á skot sem er varið
Laglegur sprettur Kötlu inn af vinstri kantinum, hún er komin inn í teig þegar hún skýtur en skotið beint á Lowder sem missir boltann en handsamar hann í annarri tilraun.
57 Sandra María Jessen (Þór/KA) á skot sem er varið
Færi! Íris Dögg kýlir boltann frá eftir fyrirgjöf, hann berst til Söndru Maríu sem tekur gott skot á lofti en Ingunn kemst fyrir það og bjargar þannig marki.
52 Ísfold Marý Sig­tryggs­dótt­ir (Þór/KA) á skot sem er varið
Dauðafæri! Ísfold fer illa með Sóleyju í teignum og er skyndilega ein gegn Írisi í nokkuð þröngu færi hægra megin í markteignum, tekur skotið en Íris ver með fótunum, boltinn rennur svo rétt fyrir framan marklínuna og Jelena hreinsar frá!
50 Þróttur R. fær hornspyrnu
Hún endar ofan á markinu.
49 Agnes Birta Stefánsdóttir (Þór/KA) fær gult spjald
Þrumar Boychuk niður.
47
Lagleg sókn Þróttar sem endar með fyrirgjöf McManus með jörðinni en Sæunn rétt missir af boltanum við markteiginn!
46 Seinni hálfleikur hafinn
Þór/KA hefur síðari hálfleikinn.
45 Hálfleikur
+2 Fjörugum fyrri hálfleik lokið þar sem Þróttur var við stjórn en tókst á einhvern ótrúlegan hátt ekki að skora úr einu af þremur úrvals færum sínum. Þór/KA skoraði svo mark úr eina færi sínu í leiknum en það var dæmt af vegna rangstöðu, sem virtist einfaldlega rangur dómur.
45 Jakobína Hjörvarsdóttir (Þór/KA) á skot sem er varið
+1 Skotið beint úr aukaspyrnunni beint í fangið á Írisi.
45 Sæunn Björnsdóttir (Þróttur R.) fær gult spjald
+1 Tekur Ísfold niður eftir að hún lék á hana.
44 Karen María Sigurgeirsdóttir (Þór/KA) á skot framhjá
Tilraun fyrir utan teig en víðs fjarri markinu.
38 Ólöf Sig­ríður Krist­ins­dótt­ir (Þróttur R.) á skot framhjá
Fínt skot við vítateigslínuna vinstra megin en það hafnar í hliðarnetinu við nærstöngina.
37 Ólöf Sig­ríður Krist­ins­dótt­ir (Þróttur R.) á skot framhjá
Skot eða misheppnuð sending vinstra megin úr teignum, að minnsta kosti sigldi boltinn naumlega framhjá markinu.
35 Þróttur R. fær hornspyrnu
Hún er skölluð frá.
35 Katla Tryggva­dótt­ir (Þróttur R.) á skot framhjá
Frábær sprettur og fínt skot fyrir utan teig en það fer af varnarmanni og aftur fyrir.
26 Þróttur R. fær hornspyrnu
Hún er skölluð frá.
26 Ólöf Sig­ríður Krist­ins­dótt­ir (Þróttur R.) á skot sem er varið
Dauðafæri! Hvernig fór þetta ekki inn!? Ólöf fær boltann í markteig og tekur viðstöðulaust skot sem Lowder fer frábærlega áður en Hulda Björg bjargar á marklínu og Randle kemur boltanum svo aftur fyrir.
23 Katla Tryggva­dótt­ir (Þróttur R.) á skot yfir
Færi! Katla nálægt því að koma Þrótti yfir strax í næstu sókn en skot hennar af vítateigslínunni fer naumlega yfir markið!
23
Gestirnir héldu að þeir hefðu tekið forystuna. Þróttarar skalla hornspyrnuna til hliðar, Karen María nær hins vegar skallanum fyrir markið hægra megin úr teignum, boltinn berst að markteig þar sem Hulda Ósk kemur boltanum í netið en hún er dæmd rangstæð.
22 Þór/KA fær hornspyrnu
21 Tahnai Lauren Annis (Þór/KA) á skot framhjá
Hornspyrnan er skölluð frá, Annis reynir viðstöðulaust skot á lofti úr D-boganum en það fer töluvert framhjá markinu.
21 Þór/KA fær hornspyrnu
18 Þróttur R. fær hornspyrnu
Tekin stutt og rennur út í sandinn.
18 Tanya Boychuk (Þróttur R.) á skot sem er varið
Dauðafæri! Frábært spil í og við teiginn, Ólöf Sigríður finnur Cousins nálægt markteignum, hún rennir boltanum til hliðar á Boychuk sem þrumar að marki af stuttu færi en beint á Lowder sem ver yfir!
14
Agnes Birta liggur eftir í kjölfar viðskipta við Ólöfu Sigríði, virðist þó geta haldið leik áfram.
12 Þór/KA fær hornspyrnu
Tekin stutt og fyrirgjöf Jakobínu í kjölfarið fer aftur fyrir.
8 Þróttur R. fær hornspyrnu
Lowder grípur hana.
8 Ólöf Sig­ríður Krist­ins­dótt­ir (Þróttur R.) á skot sem er varið
Dauðafæri! Laglegt spil þar sem Boychuk sendir Ólöfu í gegn í teignum, hún tekur skotið en Lowder ver með hægri fæti og Annis kemur boltanum svo aftur fyrir. Þarna á Ólöf að skora!
7 Sæunn Björnsdóttir (Þróttur R.) á skot yfir
Skotið af löngu færi fer langt yfir markið.
5 Þróttur R. fær hornspyrnu
Randle kemur boltanum frá.
4
Þróttur stillir upp í 4-4-2 með tígulmiðju þar sem Álfhildur fyrirliði er djúp á miðju og Cousins fremst á miðju.
1 Leikur hafinn
Þróttur hefur leikinn.
0
Liðin ganga hér inn á völlinn, Þróttur í sínum rauðu og hvítu treyjum og Þór/KA í svörtum varabúningi sínum.
0
Hjá Þrótti hafa Freyja Karín, Sæunn Björnsdóttir og Katla Tryggvadóttir allar skorað tvö mörk í deildinni á tímabilinu.
0
Fyrirliði Þórs/KA, Sandra María Jessen, er markahæsti leikmaður deildarinnar með fjögur mörk.
0
Þór/KA gerir sömuleiðis eina breytingu frá síðasta leik. Karen María Sigurgeirsdóttir kemur inn í byrjunarliðið í stað Amalíu Árnadóttur.
0
Þróttur gerir eina breytingu frá síðasta leik. Tanya Boychuk kemur inn í byrjunarliðið í stað Freyju Karínar Þorvarðardóttur.
0
Í síðustu umferð tapaði Þróttur 0:3 fyrir ÍBV í Vestmannaeyjum. Þór/KA vann hins vegar afar sterkan 2:0-sigur á Breiðabliki í Boganum á Akureyri og tyllti sér á topp deildarinnar.
0
Þróttur er í 3. sæti með 7 stig og Þór/KA er á toppnum með 9 stig.
0
Komið þið sæl og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá leik Þróttar úr Reykjavík og Þórs/KA í 5. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu.
Sjá meira
Sjá allt

Þróttur R.: (4-4-2) Mark: Íris Dögg Gunn­ars­dótt­ir. Vörn: Jelena Tinna Kujundzic, Ingunn Haraldsdóttir, Sóley María Steinarsdóttir, Mikenna McManus. Miðja: Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, Sæunn Björnsdóttir (Ísabella Anna Húbertsdóttir 89), Katla Tryggva­dótt­ir (Margrét Edda Lian Bjarnadóttir 89), Katherine Cousins. Sókn: Ólöf Sig­ríður Krist­ins­dótt­ir (Freyja Karín Þorvarðardóttir 67), Tanya Boychuk.
Varamenn: Hafdís Hafsteinsdóttir (M), Freyja Karín Þorvarðardóttir, Sierra Marie Lelii, Ísabella Anna Húbertsdóttir, Margrét Edda Lian Bjarnadóttir, Hildur Laila Hákonardóttir, Brynja Rán Knudsen.

Þór/KA: (4-3-3) Mark: Melissa Lowder. Vörn: Dominique Jaylin Randle, Hulda Björg Hannesdóttir, Agnes Birta Stefánsdóttir, Jakobína Hjörvarsdóttir. Miðja: Kimberley Dóra Hjálm­ars­dótt­ir, Tahnai Lauren Annis, Ísfold Marý Sig­tryggs­dótt­ir. Sókn: Hulda Ósk Jónsdóttir (Karlotta Björk Andradóttir 78), Karen María Sigurgeirsdóttir (Amalía Árnadóttir 78), Sandra María Jessen.
Varamenn: Harpa Jóhannsdóttir (M), Kolfinna Eik Elínardóttir, Amalía Árnadóttir, Karlotta Björk Andradóttir, Emelía Ósk Kruger, Krista Dís Kristinsdóttir, Iðunn Rán Gunnarsdóttir.

Skot: Þróttur R. 16 (8) - Þór/KA 6 (4)
Horn: Þróttur R. 7 - Þór/KA 3.

Lýsandi: Gunnar Egill Daníelsson
Völlur: AVIS völlurinn
Áhorfendafjöldi: 247

Leikur hefst
22. maí 2023 18:00

Aðstæður:
Sem stendur er níu gráðu hiti, skýjað og nánast logn en þessa dagana er allra veðra von og aðstæður geta breyst í snatri. Leikið er á gervigrasi.

Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Aðstoðardómarar: Sigurður Schram og Bjarni Víðir Pálmason

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert