Hareide ráðfærði sig við Lagerbäck

„Ég er búinn að ræða við Lagerbäck,“ sagði Norðmaðurinn Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, í Dagmálum.

Hareide, sem er 69 ára gamall, tók við þjálfun íslenska liðsins í síðasta mánuði en hann ræddi við Lars Lagerbäck á dögunum um íslenska liðið en Svíinn stýrði landsliðinu á árunum 2011 til 2016.

„Við Lars erum góðir félagar og hann vann stórkostlegt starf þegar hann stýrði íslenska landsliðinu,“ sagði Hareide.

„Ég vissi að hann gæti gefi mér góð ráð um leikmenn íslenska liðsins og þetta var spjall á milli tveggja knattspyrnuáhugamanna,“ sagði Hareide meðal annars.

Viðtalið við Åge Hareide í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Lars Lagerbäck stýrði íslenska liðinu á árunum 2011 til 2016.
Lars Lagerbäck stýrði íslenska liðinu á árunum 2011 til 2016. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert