Kostas Tsimikas, bakvörður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, brotnaði niður eftir leik liðsins gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni um nýliðna helgi.
Um var að ræða síðasta heimaleik Liverpool á tímabilinu en leiknum lauk með 1:1-jafntefli. Eftir leik kvöddu stuðningsmenn liðsins þá Alex Oxlade-Chamberlain, James Milner, Naby Keita og Roberto Firmino.
Tsimikas, sem er 27 ára gamall, er vinstri bakvörður en hann hefur ekki átt fast sæti í liðinu frá því hann gekk til liðs við Liverpool frá Olympiacos sumarið 2020.
Samningur hans rennur út sumarið 2025 en hann gæti verið seldur frá félaginu í sumar miðað við viðbrögð hans eftir lokaleikinn á Anfield.
He’s leaving at the end of the season, isn’t he? 🥲 pic.twitter.com/nTRfKWHuc1
— Alex (@AlexLFC27) May 21, 2023