HK sigraði Fylki, 1:0, í kvöld í uppgjöri liðanna í öðru og þriðja sæti 1. deildar kvenna í fótbolta í Kórnum í Kópavogi.
Isabella Eva Aradóttir skoraði sigurmark HK um miðjan síðari hálfleik og liðið er komið með tíu stig eftir fjóra leiki en er tveimur stigum á eftir Víkingi úr Reykjavík sem hefur unnið alla fjóra leiki sína og er með 12 stig.
Fylkir tapaði sínum fyrsta leik og er í þriðja sætinu með sjö stig.