Viðureign Tindastóls og Stjörnunnar í Bestu deild kvenna í knattspyrnu sem fram átti að fara á Sauðárkróki í kvöld hefur verið frestað vegna veðurs.
Leikurinn hefur verið settur á að nýju annað kvöld, miðvikudagskvöld, klukkan 19.15.
Eins hefur leik grannliðanna Gróttu og KR í 1. deild kvenna sem fram átti að fara á Seltjarnarnesi í kvöld verið frestað um sólarhring, og sama er að segja um tvo leiki í 2. deild kvenna sem fram áttu að fara í Breiðholti og á Ásvöllum í kvöld.