Líka frestað í Kópavogi

Breiðablik mætir FH annað kvöld en ekki í kvöld.
Breiðablik mætir FH annað kvöld en ekki í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Viðureign Breiðabliks og FH í Bestu deild kvenna í fótbolta sem fram átti að fara á Kópavogsvelli í kvöld hefur verið frestað vegna veðurs.

Leikurinn hefur verið settur á að nýju á morgun, miðvikudag, klukkan 19.15, rétt eins og viðureign Tindastóls og Stjörnunnar sem fram átti að fara á Sauðárkróki í kvöld en var einnig frestað.

Þar með hefur öllum leikjum kvöldsins í kvennadeildunum þremur verið frestað, nema viðureign HK og Fylkis í 1. deild kvenna sem fer fram í Kórnum í Kópavogi klukkan 19.15.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert