Alls ekki þannig í kringum landsliðið

Íslenska karlalandsliðið situr sem stendur í 64. sæti heimslista FIFA.
Íslenska karlalandsliðið situr sem stendur í 64. sæti heimslista FIFA. Ljósmynd/Alex Nicodim

„Stundum finnst mér að gagnrýnin mætti vera málefnalegri,“ sagði Guðni Bergsson í Fyrsta sætinu, íþróttahlaðvarpi mbl.is og Morgunblaðsins, þegar rætt var um íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu.

Guðni lék 80 A-landsleiki fyrir íslenska karlalandsliðið og var fyrirliði liðsins lengi vel og þá var hann einnig formaður KSÍ á árunum 2017 til 2021 en það hefur gustað hressilega í kringum landsliðið undanfarin ár.

„Þegar Guðmundur Guðmundsson tók við handboltalandsliðinu talaði hann um þriggja ára plan og þá fékk hann bara frið í þrjú ár,“ sagði Guðni.

„Það hefur alls ekki verið þannig í kringum fótboltalandsliðið og gagnrýnin mætti vera yfirvegaðri,“ sagði Guðni meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan en þátturinn er aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert