Spánverjinn Gonzalo Zamorano lét skapið hlaupa með sig í gönur er hann og liðsfélagar hans í Selfossi töpuðu fyrir Fjölni, 1:2, í 1. deildinni í fótbolta í vikunni.
Zamorano fékk beint rautt spjald í uppbótartíma, fyrir að hrækja á Dag Inga Axelsson.
Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan, en það gerist á fjórðu mínútu uppbótartímans.