Afturelding tyllti sér á toppinn í 1. deild karla í knattspyrnu eftir nauman sigur gegn Gróttu í 4. umferð deildarinnar á Seltjarnarnesi í dag.
Leiknum lauk með 3:2-sigri Aftureldingar þar sem þeir Oliver Bjerrum Jensen, Arnór Gauti Ragnarsson og Ásgeir Frank Ásgeirsson skoruðu mörk Aftureldingar.
Arnar Þór Helgason minnkaði muninn fyrir Gróttu á 26. mínútu í stöðunni 0:2 og þá minnkaði Pétur Theódór Árnason einnig muninn í 3:2 fyrir Gróttu á 51. mínútu.
Afturelding er á toppi deildarinnar með 10 stig eftir fjóra leiki en Grótta er í 7. sætinu með 3 stig.
Markaskorarar fengnir af fótbolta.net.