„Ég og Kári þekktumst ekkert það vel þegar Lars Lagerbäck tekur við íslenska landsliðinu,“ sagði Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu, í Fyrsta sætinu, íþróttahlaðvarpi mbl.is og Morgunblaðsins.
Ragnar og Kári Árnason mynduðu eitt öflugasta miðvarðapar sem Ísland hefur átt og voru þeir í lykilhlutverki hjá landsliðinu sem fór á tvö stórmót; EM 2016 í Frakklandi og HM 2018 í Rússlandi.
„Við vorum saman í herbergi og við töluðum mjög mikið saman enda erum við með mjög ólíkan leikstíl,“ sagði Ragnar.
„Við töluðum um milljón smáatriði og tókum meira að segja æfingar tengdar færslum og öðru inn á hótelherbergi,“ sagði Ragnar meðal annars.
Umræðan um íslenska landsliðið hefst á 11:00 mínútu en hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum.