Fyrsti sigur Skagamanna – Njarðvík vann nýliðaslaginn

Johannes Vall sækir að Leiknismönnum í kvöld en hann skoraði …
Johannes Vall sækir að Leiknismönnum í kvöld en hann skoraði þriðja mark Skagamanna. mbl.is/Kristinn Magnússon

ÍA vann sinn fyrsta leik í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld þegar liðið heimsótti Leikni úr Reykjavík í 4. umferð deildarinnar.

Gísli Laxdal Unnarsson, Viktor Jónsson og Johannes Vall skoruðu mörk ÍA sem vann 3:2-sigur en Omar Sowe skoraði bæði mörk Leiknismanna.

ÍA er með 5 stig í 7. sætinu en Leiknismenn eru í 9. sætinu með 3 stig.

Þá skoraði Oliver Kelaart tvívegis fyrir Njarðvík þegar liðið tók á móti Þrótti úr Reykjavík í nýliðaslag deildarinnar en leiknum lauk með sigri Njarðvíkur, 3:1.

Rafael Victor var einnig á skotskónum fyrir Njarðvík en Ágúst Karel Magnússon minnkaði muninn fyrir Þróttara í stöðunni 0:2 á 40. mínútu.

Njarðvík er með 5 stig í 6. sætinu en Þróttur er í því 8. með 4 stig.

Þá vann Selfoss 3:1-sigur gegn Ægi í Þorlákshöfn þar sem Þorsteinn Aron Antonsson, Guðmundur Tyrfingsson og Gary Martin skoruðu mörk Selfoss en Hrvoje Tokic skoraði mark Ægis.

Selfoss er með 6 stig í 4. sætinu en Ægir er á botninum með 1 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert