Leikur Ægis og Selfoss í 1. deild karla í knattspyrnu sem fram fór á Þorlákshafnarvelli í Þorlákshöfn í kvöld var sögulegur.
Þetta var í fyrsta sinn sem lið á Suðurlandi, utan Vestmannaeyja, mætast í leik í 1. deild á Íslandi.
Selfoss hafði betur í leiknum, 3:1, þar sem þeir Þorsteinn Antonsson, Guðmundur Tyrfingsson og Gary Martin skoruðu mörk Selfyssinga en Hrvoje Tokic skoraði mark Ægis.
Selfoss er með 6 stig í fjórða sæti deildarinnar en Ægir er á botninum með 1 stig.