Dramatískur sigur Þróttar á meisturunum

Landsliðskonurnar Ólöf Sigríður Kristinsdóttir og Elísa Viðarsdóttir eigast við í …
Landsliðskonurnar Ólöf Sigríður Kristinsdóttir og Elísa Viðarsdóttir eigast við í kvöld. mbl.is/Óttar

Þróttur úr Reykjavík gerði sér lítið fyrir og tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í fótbolta með glæsilegum 2:1-endurkomusigri á heimavelli gegn Val.

Haley Berg kom Val yfir strax á fimmtu mínútu með eina marki fyrri hálfleiks. Var staðan 1:0 allt fram að 78. mínútu, en þá skoraði varamaðurinn Freyja Karín Þorvarðardóttir jöfnunarmark.

Þróttarar voru ekki saddir, því Sæunn Björnsdóttir skoraði sigurmarkið á 88. mínútu og sá til þess að Þróttur sló ríkjandi Íslands- og bikarmeistarana úr leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert