Ég vil vera með þeim markahæstu

Sandra María Jessen sækir að Þrótturum í leik Þróttar og …
Sandra María Jessen sækir að Þrótturum í leik Þróttar og Þórs/KA í vikunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Maður horfir náttúrlega fyrst og fremst alltaf á heildina, árangur liðsins, áður en maður byrjar að horfa á árangurinn hjá sjálfum sér. Ég held að það sé margt jákvætt við árangur liðsins en aftur á móti finnst okkur sem við séum að tapa of mörgum stigum.

Varðandi mig sjálfa er ég nokkuð sátt. Ég er að komast aftur í mitt góða form eftir að ég átti dóttur mína. Það er gaman að sjá að maður hefur greinilega tekið reynslu og lærdóm frá Þýskalandi sem mér finnst ég vera ná að nýta mér mjög vel í deildinni hérna heima.

Síðan hentar leikfræðin hans Jóa [Jóhanns Kristins Gunnarssonar, þjálfara] mér mjög vel, ég get nýtt mína styrkleika vel,“ sagði Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA og besti leikmaður maí­mánaðar í Bestu deild­inni í knatt­spyrnu sam­kvæmt ein­kunna­gjöf Morg­un­blaðsins, í samtali við blaðið.

Viðtalið við Söndru María má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert