Selfoss hafði betur gegn Tindastóli, 1:0, á útivelli í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í fótbolta í kvöld. Bæði lið leika í Bestu deildinni.
Eva Lind Elíasdóttir reyndist hetja Selfyssinga, því hún skoraði sigurmarkið á 34. mínútu.
Fyrr í dag tryggðu Stjarnan, Breiðablik og Keflavík úr Bestu deildinni sér sæti í átta liða úrslitum, sem og Víkingur frá Reykjavík úr 1. deildinni.