Keflavík vann 2:0-heimasigur á Þór/KA í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í úrvalsdeildarslag í kvöld.
Er um annan sigur Keflavíkur á Þór/KA á leiktíðinni að ræða, en Keflavík vann leik liðanna í deildinni á Akureyri á dögunum, 2:1.
Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Sandra Voitane fyrra mark Keflavíkur á 58. mínútu og Madison Wolfbauer innsiglaði tveggja marka sigur með öðru markinu á 77. mínútu.
Keflavík er fjórða liðið sem tryggir sér sæti í átta liða úrslitum á eftir Breiðabliki, Gróttu og Víkingi úr Reykjavík.