Sandra besti leikmaðurinn í maí

Sandra María Jessen var frábær fyrir Þór/KA í maímánuði og …
Sandra María Jessen var frábær fyrir Þór/KA í maímánuði og var þrívegis valin í úrvalslið umferðarinnar hjá Morgunblaðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sandra María Jessen úr Þór/KA varð efst í einkunnagjöf Morgunblaðsins, M-gjöfinni, í fyrstu fimm umferðum Bestu deildar kvenna í fótbolta og er þar með útnefnd leikmaður maímánaðar hjá blaðinu.

Fyrsta umferð deildarinnar var reyndar leikin í lok apríl en hún er talin með í þessari samantekt, ásamt annarri til fimmtu umferð. Sjötta umferðin, sem er leikin 31. maí og 1. júní, mun síðan tilheyra júnímánuði þegar hann verður gerður upp.

Sandra fékk sex M í fimm leikjum Þórs/KA en Akureyrarliðið var á toppi deildarinnar eftir fjórar umferðir þegar það hafði unnið þrjá leiki. Sandra hefur skorað fjögur af sex mörkum Þórs/KA og verið í lykilhlutverki í sóknarleik liðsins.

Katla í öðru sæti

Katla Tryggvadóttir, sóknartengiliðurinn ungi úr Þrótti, varð næstefst í M-gjöfinni í fyrstu fimm umferðunum með samtals fimm M. Þar á eftir kom fjöldi leikmanna með fjögur M eins og sjá má betur á meðfylgjandi liðsuppstillingu af úrvalsliði maímánaðar.

Sandra var jafnframt sú eina í deildinni sem var valin þrisvar í úrvalslið umferðar í fyrstu fimm umferðum deildarinnar.

Meira um M-gjöfina og úrvalslið maí­mánaðar má sjá í heild sinni á íþrótt­asíðum Morg­un­blaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert