Gyrðir Hrafn Guðbrandsson hefur tvisvar verið í byrjunarliði FH á tímabilinu og hefur skoraði í báðum leikjum. Í kvöld var hann tveggja marka maður þegar FH tók á móti HK. Leikurinn endaði 4:3 fyrir FH.
FH-ingar voru undir eða jafnir HK allan leikinn þar til 20 mínútur voru eftir.
„Mjög góður leikur, blautar aðstæður en ég er virkilega ánægður að hafa náð þrem stigum. Þetta var erfiður leikur og HK-menn eru virkilega góðir. Við fáum mark á okkur eftir fimm mínútur sem er alls ekki gott en svo fannst mér við hafa góða stjórn á leiknum.
Það er alltaf brekka að þurfa endalaust að koma til baka en það er eitthvað sem við þurfum að bara að skoða og byrja leiki betur.“
Gyrðir er samkvæmt skýrslunni á KSÍ tveggja marka maður í seinna markinu sparkaði Eggert Gunnþór Jónsson boltanum í netið, hvort sem hann var kominn alveg yfir línuna eftir skalla frá Gyrði eða ekki.
„Mér fannst hann vera kominn inn áður en hann skaut honum inn en ég þarf að skoða það betur bara. Gott að við skoruðum og unnum, það er það sem ég er ánægðastur með.“