Eyjakonur þurftu vítakeppni gegn Grindavík

Haley Thomas og stöllur í ÍBV eru komnar í átta …
Haley Thomas og stöllur í ÍBV eru komnar í átta liða úrslit. mbl.is/Kristinn Magnússon

ÍBV úr úrvalsdeildinni er komið áfram í átta liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í fótbolta eftir sigur á Grindavík úr 1. deild á heimavelli í dag. Réðust úrslitin í vítakeppni.

Þóra Björg Stefánsdóttir skoraði fyrir ÍBV strax á 10. mínútu og bjuggust þá margir við nokkuð þægilegum leik fyrir Eyjakonur. Ása Björg Einarsdóttir jafnaði hins vegar fyrir Grindavík á 71. mínútu og var staðan 1:1 eftir venjulegan leiktíma.

Ekkert var skorað í framlengingu og því var farið í vítakeppni. Þar skoraði ÍBV úr öllum fimm spyrnum sínum, á meðan Grindavík skoraði úr þremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert