FH síðasta liðið í 8-liða úrslitin

Shaina Ashouri, til hægri, og liðskonur eru komnar í 8-liða …
Shaina Ashouri, til hægri, og liðskonur eru komnar í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Ljósmynd/Jóhann Helgi

FH var í dag síðasta liðið til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu með 2:0-útisigri á FHL, sameiginlegu liði Fjarðabyggðar/​Hatt­ar/​Leikn­is, í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði í dag. 

Margrét Brynja Kristinsdóttir kom FH-ingum yfir á 40. mínútu og tvöfaldaði Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir forystuna í byrjun síðari hálfleiks, og við stóð. 

FH er þá komið í 8-liða úrslitin ásamt Stjörnunni, Breiðablik, Víkingi úr Reykjavík, Selfossi, Keflavík, Þrótti úr Reykjavík og ÍBV. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert