Ofurstjarnan Cristiano Ronaldo er meðal þeirra sem Spánverjinn Roberto Martínez, landsliðsþjálfari Portúgal, hefur valið í 26 manna hóp fyrir leiki liðsins gegn Bosníu og Íslandi í undankeppni EM í fótbolta 17. og 20. júní.
Ísland og Portúgal eigast við í J-riðli á Laugardalsvelli 20. júní en Portúgal er í fyrsta sæti riðilsins með sex stig og Ísland í fjórða með þrjú.
Ásamt Ronaldo eru aðrar stjörnur í leikmannahópi Portúgals en sem dæmi má nefna Manchester City-mennina Bernardo Silva og Rúben Dias, sem og miðjumann Manchester United Bruno Fernandes og sóknarmann Liverpool Diogo Jota.
Hér fyrir neðan má sjá hópinn í heild sinni:
Os Escolhidos 🫡 Estes são os convocados para os jogos de qualificação para o Europeu! #VesteABandeira pic.twitter.com/X8Za6Dp9hl
— Portugal (@selecaoportugal) May 29, 2023