Yrði þvílíkur styrkur að fá Gylfa aftur

Jóhann Berg Guðmundsson, Ragnar Sigurðsson, Gylfi Þór Sigurðsson fyrir landsleik …
Jóhann Berg Guðmundsson, Ragnar Sigurðsson, Gylfi Þór Sigurðsson fyrir landsleik Íslands og Kasakstan. mbl.is/Golli

„Ég vona að hann spili aftur,“ sagði Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu, í Fyrsta sætinu, íþróttahlaðvarpi mbl.is og Morgunblaðsins, þegar rætt var um Gylfa Þór Sigurðsson.

Ragnar, sem er 36 ára, á að baki 97 A-landsleiki en hann og Gylfi léku saman með landsliðinu um árabil og fóru saman á tvö stórmót, EM 2016 í Frakklandi og HM 2018 í Rússlandi.

„Landsliðið getur 100 prósent notað Gylfa Sigurðsson í dag,“ sagði Ragnar.

„Það yrði þvílíkur styrkur fyrir liðið að fá hann aftur,“ sagði Ragnar meðal annars.

Umræðan um íslenska landsliðið hefst á 11:00 mínútu en hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert