Þróttur mætir Breiðabliki í bikarnum

Þróttur sló út bikarmeistara Vals í sextán liða úrslitum keppninnar.
Þróttur sló út bikarmeistara Vals í sextán liða úrslitum keppninnar. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Þróttur úr Reykjavík og Breiðablik mætast í stórleik átta liða úrslitanna í bikarkeppni kvenna í fótbolta, Mjólkurbikarnum, en dregið var til þeirra nú í hádeginu.

Þróttarkonur slógu Íslands- og bikarmeistara Vals út í 16-liða úrslitum keppninnar og fá nú annað af stórveldum kvennafótboltans í heimsókn en leikirnir í átta liða úrslitum fara fram dagana 15. og 16. júní.

Víkingur úr Reykjavík, efsta lið 1. deildar kvenna, fékk heimaleik gegn Selfossi.

ÍBV fær FH í heimsókn til Vestmannaeyja.

Keflavík tekur á móti Stjörnunni.

Dregið í bikarkeppni kvenna opna loka
kl. 12:11 Textalýsing Þetta er komið og ljóst er að viðureign Þróttar og Breiðabliks er stórleikur átta liða úrslitanna. Þróttur hefur þegar slegið Val úr keppni. Leikirnir fara fram 15. og 16. júní.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert