Íslenskir þjálfarar njóta ekki sömu virðingar

Ragnar Sigurðsson fór fögrum orðum um Lars Lagerbäck í Fyrsta …
Ragnar Sigurðsson fór fögrum orðum um Lars Lagerbäck í Fyrsta sætinu. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir landsliðið að það sé útlendingur að þjálfa liðið,“ sagði Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu, í Fyrsta sætinu, íþróttahlaðvarpi mbl.is og Morgunblaðsins, þegar rætt var um íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu.

Ragnar, sem er 36 ára, lék 97 A-landsleiki fyrir Ísland en hann lék meðal annars undir stjórn Svíanna Lars Lagarbäck og Erik Hamrén hjá landsliðinu.

„Íslensku þjálfararnir ná ekki að setja sömu mörk einhvern veginn, þegar kemur að virðingu, og þessir erlendu þjálfarar,“ sagði Ragnar.

„Það þekkjast allir á Íslandi og eru með einhverja tengingu þannig og það er mikilvægt að það sé einhver óttablandin virðing borin fyrir þjálfaranum,“ sagði Ragnar meðal annars.

Umræðan um íslenska landsliðið hefst á 11:00 mínútu en hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert