Miðasalan hefst á föstudaginn

Åge Hareide stýrir íslenska karlalandsliðinu í fyrsta skipti 17. júní.
Åge Hareide stýrir íslenska karlalandsliðinu í fyrsta skipti 17. júní. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnusamband Íslands tilkynnti í dag að miðasala á leik Íslands og Slóvakíu í undankeppni Evrópumóts karla í fótbolta, sem fram fer á Laugardalsvellinum 17. júní, hæfist á hádegi á föstudaginn kemur, 2. júní.

Miðasalan fer fram á tix.is og þar verða einnig seldir miðar á leik Íslands og Portúgals frá kl. 12 á hádegi þriðjudaginn 6. júní en sá leikur fer fram á Laugardalsvellinum 20. júní. Allt bendir til þess að þar spili Cristiano Ronaldo fyrstur manna sinn 200. landsleik fyrir þjóð sína.

KSÍ skýrði frá því fyrr í þessum mánuði að seldir hefðu verið 1.780 mótsmiðar á alla fimm heimaleiki Íslands í keppninni en sölu á þeim lauk 19. maí. 

Leikirnir tveir verða þeir fyrstu undir stjórn Norðmannsins Åge Hareide.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert