Tindastóll sótti þrjú stig til Eyja

Eyjakonan Viktorija Zaicikova og Hannah Jane Cade úr Tindastóli í …
Eyjakonan Viktorija Zaicikova og Hannah Jane Cade úr Tindastóli í baráttu á Hásteinsvelli í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Tindastóll vann í kvöld sinn annan leik í röð í Bestu deild kvenna í fótbolta þegar nýliðarnir lögðu ÍBV á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum, 2:1. Fyrir leikinn voru liðin í 7. og 8. sæti.

Áhorfendur þurfu ekki að bíða lengi eftir marki í dag en það var rúmlega ein mínúta búin af leiknum þegar að Guðný Geirsdóttir, markmaður ÍBV, átti stoðsendingu á Olgu Sevcovu sem setti boltann örugglega í markið. Monica markmaður Stólanna virtist hika og hætta við úthlaupið sem hún var byrjuð í og varð það til þess að Olga náði boltanum. Staðan orðin 1:0 fyrir heimakonum.

Á 15.mínútu kom Aldís María með flotta fyrirgjöf inn í teig ÍBV þar sem að Melissa var vel staðsett og lagði boltann listavel í markið. Gæði í liði Tindastóls þarna og staðan aftur orðin jöfn, 1:1.

Við tóku tíðinda litlar mínútur og liðin skildu jöfn í hálfleik.

Í seinni hálfleik voru það gestirnir sem sóttu með vindi sem var eins og oft áður stór þáttur hérna á Hásteinsvelli.

Melissa var aftur að verki á 70.mínútu þegar að Tindastólskonur komu sér yfir. Eyjakonur voru þá búnar að vera í skyndisókn sem þær náðu ekki að nýta og misstu boltann. Tindastóll sættu færis og brunuðu í sókn sem endaði með skoti Melissu Garcia. Inn fór boltinn og staðan orðin 1:2 fyrir gestunum.

Sjö mínútum síðar voru ÍBV nálægt því að jafna metin á ný þegar að Þóra Björg sendi boltann upp á Olgu sem að kom honum fyrir á Holly. Monica í marki Tindastóls vel staðsett og náði að koma í veg fyrir mark.

Það var svo á 83. mínútu sem að Kristjana Sigurz, leikmaður ÍBV, þrumaði boltanum í stöngina. Fyrsta snerting Kristjönu sem var nýkomin inn af bekknum og var hún ekki af verri endanum. Inn vildi boltinn ekki og 1:2 lokatölur á Hásteinsvelli í kvöld Tindastól í vil. Góð þrjú stig fyrir Tindastól sem eru þá komnar með 8 stig en útlitið ekki gott fyrir ÍBV sem er með 5 stig eftir fyrstu 6.umferðirnar.

Næsti leikur liðanna er 6.júní næstkomandi. Þá tekur Tindastóll á móti Þrótti Reykjavík en ÍBV eiga útileik á móti Keflavík og etja þá kappi við sinn gamla þjálfara, Jonathan Glenn.

M-ein­kunna­gjöf­in og ein­kunn dóm­ara verða í Morg­un­blaðinu á morgun.

ÍBV 1:2 Tindastóll opna loka
90. mín. +3
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert