Tryggvi Hrafn bestur í níundu umferðinni

Tryggvi Hrafn Haraldsson með boltann í leiknum gegn Víkingi á …
Tryggvi Hrafn Haraldsson með boltann í leiknum gegn Víkingi á mánudagskvöld. mbl.is/Hákon Pálsson

Tryggvi Hrafn Haraldsson, sóknarmaður Vals, var besti leikmaðurinn í níundu umferð Bestu deildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins.

Tryggvi fékk tvö M hjá Morgunblaðinu fyrir frammistöðu sína með Val gegn Víkingi í stórleik níundu umferðarinnar en hann skoraði tvö fyrri mörkin og lagði upp það þriðja í afar mikilvægum sigri Hlíðarendaliðsins, 3:2.

Skagamaðurinn hefur nú skorað sex mörk í deildinni á tímabilinu og er næstmarkahæstur á eftir Stefáni Inga Sigurðarsyni hjá Breiðabliki.

Tryggvi Hrafn er fæddur og uppalinn á Akranesi, sonur Haralds Ingólfssonar og Jónínu Víglundsdóttur, sem bæði léku með landsliðum Íslands, og yngri bræður hans eru Hákon Arnar, landsliðsmaður og nýkrýndur meistari í Danmörku annað árið í röð, og Haukur Andri, leikmaður ÍA.

Meira um Tryggva og úrvalslið níundu umferðar má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert