Þetta voru sanngjörn úrslit

Hart barist í leiknum í kvöld.
Hart barist í leiknum í kvöld. mbl.is/Arnþór Birkisson

Þórður Gunnar Hafþórsson var líklega maður leiksins þegar Fylkir og KR gerðu jafntefli 3:3 í 10. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í kvöld.

Þórður, sem átti stórgóðan leik og skoraði fyrsta mark leiksins, hafði þetta að segja um niðurstöðu leiksins:

„Kannski voru þetta bara sanngjörn úrslit. Þetta var mjög kaflaskiptur leikur í báðar áttir og hefði getað endað báðu megin.

Þó maður vilji alltaf enda með þrjú stig í pokanum þá voru þetta bara sanngjörn úrslit. Næsti leikur hjá okkur er á móti KA og þar ætlum við okkur að vinna”, sagði Þórður Gunnar í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert