Aron Elvar Finnsson
„Mér finnst ég hafa vaxið inn í starfið,“ sagði Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu, í Fyrsta sætinu, íþróttahlaðvarpi mbl.is og Morgunblaðsins, þegar rætt var um Bestu deild karla.
Ragnar er í dag aðstoðarþjálfari karlaliðs Fram í Bestu deild karla en hann er á sínu fyrsta tímabili í þjálfun.
„Maður hugsaði að maður væri alveg til í að koma sér aðeins inn í þetta og byrja. Ég gat ekki hugsað mér neinn betri mann en Nonna Sveins til að fá að taka fyrstu skrefin með,“ sagði Ragnar um Jón Þóri Sveinsson, aðalþjálfara Fram.
Umræðan um þjálfarastarf Ragnars hefst á 48:40 mínútu en hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum.