Þórsarar aftur á sigurbraut

Þórsarar eru aftur komnir á sigurbraut.
Þórsarar eru aftur komnir á sigurbraut. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Þór Akureyri vann góðan heimasigur á Ægi, 3:1, í 1. deild karla í knattspyrnu á Þórsvellinum í kvöld. 

Fannar Daði Malmquist Gíslason, Alexander Már Þorláksson og Kristófer Kristjánsson skoruðu mörk Þórs en Ivo Alexandre Pereira skoraði mark Ægis. 

Þórsarar eru nú í fimmta sæti deildarinnar með níu stig en Ægir er í neðsta sæti með eitt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert