Valur og FH skildu jöfn 1:1 í 10 umferð Bestu deildar karla í kvöld. Leikið var á heimavelli Vals, Hlíðarenda. Fyrir leikinn voru valsmenn í öðru sæti með 22 stig en FH í því fjórða með 16 stig.
Leikurinn fór fjörlega af stað og sóttu Valsmenn án afláts í fyrri hálfleik. Valsmenn reyndu mikið að skapa sér færi sem enduðu sjaldnast með öðru en hálffærum. Á 10 mínútu leiksins skoraði Adam Ægir Pálson fyrsta mark leiksins eftir sending inn fyrir vörn FH frá Tryggva Hrafni Haraldssyni. Strax í upphafi leiks virtist Aron Jóhannsson meiðast og óskaði hann eftir skiptingu á 12 mínútu leiksins. Leikurinn hélt áfram með sama hætti þar sem valsmenn sóttu án afláts. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks komust FH-ingar yfir miðju. Eftir innkast á vallarhelmingi valsmanna ratar boltann inn í teig þar sem Kjartan Henrý Finnbogason jafnar leikinn fyrir FH og staðan í hálfleik 1:1.
Valsmenn hófu leik í seinni hálfleik og héldu áfram sífri sókn sinni að marki FH og reyndu mikið að brjóta upp sterkar varnir fh-inga. Oft voru þeir nálægt því að komast í gegn en tókst ekki. Á 57 mínútu var Tryggvi Hrafn alveg við það að sleppa í gegn en Jóhann Ægir fór aftan í Tryggva og uppskar beint rautt spjald. Áfram héldu valsmenn að sækja en tókst ekki að skora framhjá 10 fh-ingum.
Lokatölur á Hlíðarenda 1:1 sem hljóta að teljast mikil vonbrigði fyrir valsmenn.