Eggert Aron Guðmundsson, leikmaður Stjörnunar, átt stórleik í 4:0-sigri Stjörnunar á KA í Bestu deild karla í knattspyrnu í Garðabænum í kvöld.
Hann skoraði fyrsta mark leiksins og lagði upp fjórða markið fyrir Emil Atlason. Eggert var besti maður vallarins ásamt Ísak Andra Sigurgeirssyni samherja sínum.
„Í fyrsta lagi er geðveikt að vinna á heimavelli 4:0 á móti jafn góðu liði eins og KA. Þetta var yfirburðar sigur, við vorum betri á öllum sviðum leiksins, settum pressu á þá og þeir voru bara litlir.“
Eftir að hafa komist yfir í hálfleik og verið hársbreidd frá því að tvöfalda forystuna fyrir leikhlé þá sagði Eggert Aron þetta um hvernig þeir komu inn í seinni hálfleik.
„Við lögðum upp með að halda þessum áfram, í fyrri hálfleik vorum við frábærir. Í fyrri hálfleik komst KA ekki í nein færi og ég klúðraðri góðu færi en gott að skora stuttu síðar og bæta upp fyrir klúðrið.
Síðan sýndum við yfirburði í seinni hálfleik og vorum kröftugir og ákáfir,“ sagði Eggert Aron í samtali við mbl.is.